Um 17. Júní
Þjóðhátíð í sumarborginni okkar
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er haldinn hátíðlegur ár hvert til þess að fagna lýðveldisstofnun hér á landi árið 1944. Fyrir þann tíma skipaði dagurinn þó einnig sess í hjörtum landsmanna, því að 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar (1811-1879), helstu sjálfstæðishetju Íslands. Dagurinn var valinn sem þjóðhátíðardagur til þess að heiðra framlag hans til baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði frá Dönum. Fyrstu heimildir um vegleg hátíðarhöld á 17. júní eru frá árinu 1907, en þá var fæðingardegs Jóns minnst með lúðraþyt og ræðuhöldum á Austurvelli í Reykjavík; samkoman taldi 4-6 þúsund manns, eða um helming allra bæjarbúa.
Á 17. júní 2022 verða fjölskylduskemmtanir haldnar víðsvegar um bæinn. Hljómskálagarði, Grafarvogi, Breiðholti og Klambratúni.